top of page
Search

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar


Það getur reynst erfitt að eiga upplýstar umræður þegar sífellt er reynt að slá ryki í augu almennings. Fölskum fullyrðingum er gjarnan haldið fram af aðilum sérhagsmuna. Pólitíkusar og fjölmiðlar enduróma svo upp til hópa þessar fullyrðingar svo venjulegt fólk úti í bæ fær í fangið það hlutskipti að gæta sinna eigin hagsmuna, þegar það eru einmitt kjörnir fulltrúar og fjölmiðlar sem eiga að gera það. Þá er það samstaðan sem er svo dýrmæt og kröftugir sjálfboðaliðar sem þreytast ekki og halda áfram að grúska og miðla og berjast fyrir sínum réttindum.

Ísland er lýðræðissamfélag en við höfum séð lýðræðið veikjast um allan heim. Því miður. Félagið VÁ og Seyðfirðingar allir sem lagt hafa málefninu lið eiga hrós skilið fyrir að halda á lofti sínum réttindum og sinni andstöðu. Þá er bara spurning hvort stjórnvöld hlusti.

 
 
Snowy Forest

Stefnt er að því að Þoka verði gefin út fyrsta fimmtudag í mánuði.


Þoka er sjálfstætt verkefni Þorgerðar Maríu
Þorbjarnardóttur og Fífu Jónsdóttur.


Ritstjórn: Þorgerður María
Hönnun og uppsetning: Fífa Jónsdóttir
Greinarnar sem birtast eru á ábyrgð höfunda.


Þoka er blað þar sem fólk getur sent inn skoðun um umhverfismál. Óski einhver þess að skrifa í bréfið getur sá hinn sami sent póst þess efnis á
greinar@thoka-blad.is

Við tökum við frjálsum framlögum!

Ef þig langar að styrkja prentið þá getur þú lagtinn á reikning Þorgerðar Maríu með skýringunni: Þoka

kt. 2704952659

Rnr. 0305-26-012704

Styrkir verða notaðir í að prentameira og dreifa víðar

bottom of page